Innlent

Samningar yfir 40 þúsund opin­berra starfs­manna lausir

Heimir Már Pétursson skrifar
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB vonar að aukinn þungi fari að færast í viðræður við ríki og sveitarfélög nú þegar samningar BSRB eru lausir.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB vonar að aukinn þungi fari að færast í viðræður við ríki og sveitarfélög nú þegar samningar BSRB eru lausir. Stöð 2/Einar

Formaður BSRB vonar að aukinn þungi færist í kjaraviðræður við ríki og sveitarfélög (LUM) eftir að samningar ríflega fjörtíu þúsund félagsmanna bandalagsins og BHM losnuðu nú um mánaðamótin.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir forsendur nýrra samninga væru að gengið verði frá næstu skrefum í samræmingu launa á opinbera og almenna vinnumarkaðnum og lagfæringar gerðar á vaktafyrirkomulagi. Launakröfur rúmist innan þess sem samið var um á almenna markaðnum. 

Vonandi liggi samningar fyrir áður en Seðlabankinn tekur næst ákvörðun um vexti hinn 8. maí næst komandi.  En margir urðu fyrir vonbrigðum þegar hann hélt vöxtum óbreyttum í 9,25 prósentum við síðustu ákvörðun.

Samningar um tuttugu og fjögur þúsund félagasmanna BSRB og um átján þúsund félagsmanna BHM við ríki og sveitarfélög losnuðu um nýliðin mánaðamót.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×