Innlent

Um 350 nem­endur í Tón­listar­skóla Akra­ness

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Rut Berg Guðmundsdóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi, sem er að gera mjög góða hluti með skólann sinn, ásamt öðru starfsfólki og nemendum skólans.
Rut Berg Guðmundsdóttir, skólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi, sem er að gera mjög góða hluti með skólann sinn, ásamt öðru starfsfólki og nemendum skólans. Sigurður Már Davíðsson

Mikill áhugi er á tónlistarnámi á Akranesi því þar eru um 350 nemendur í námi á öllum aldri. Elsti nemandi skólans er tæplega áttræður.

Tónlistarskólinn á Akranesi er að gera góða hluti með alla sína nemendur og fjölbreytta námsframboð. Áhersla skólans er lögð á að skólinn þjóni öllum þeim sem eftir tónlistarnámi sækjast án tillits til aldurs, enn fremur ber skólanum að taka tillit til margbreytilegra áhugasviða nemenda, getu þeirra og þroska.

Rut Berg Guðmundsdóttir er skólastjóri skólans.

„Við höfum verið að bjóða upp á námskeið allt frá unga börnum og svo eru hér eldri borgarar og allur skalinn, þannig að það er fjölbreytt og gott starf,“ segir Rut.

Þetta er greinilega mjög öflugur skóli?

„Jú, ég myndi segja að það að við séum að standa okkur nokkuð vel. Við erum að stefna að því að vera með stóra tónleika núna síðasta vetrardag þar sem við erum að blanda öllum deildum skólans saman, það verður mjög gaman að sjá afraksturinn af því,“ segir Rut og bætir við.

„Við kennum á öll þessi helstu hljóðfæri og við erum með forskólanám og eins og ég segi, námskeið fyrir börn á leikskólaaldri og ungabörn líka og svo eru líka að koma hingað inn í skólann okkar kórar, sem fá aðstöðu hjá okkur til æfinga og harmonikkufélag og svona líka.“

Mikill áhugi er á fjölbreyttu námi í skólanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson

En hvað er elsti nemandi skólans gamall, veit Rut það?

„Ég myndi giska á að hann sé 78 ára, eitthvað svoleiðis, tæplega áttræður. Það sýnir sig að það geta allir farið í tónlistarskóla, það er aldrei of seint,“ segir Rut.

Áhersla skólans er lögð á að skólinn þjóni öllum þeim sem eftir tónlistarnámi sækjast án tillits til aldurs, enn fremur ber skólanum að taka tillit til margbreytilegra áhugasviða nemenda, getu þeirra og þroska. Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×