Handbolti

„Þetta er pínu öðru­vísi, ég viður­kenni það“

Siggeir Ævarsson skrifar
Steinunn Björnsdóttir telur að hún hafi unnið í genalottóinu
Steinunn Björnsdóttir telur að hún hafi unnið í genalottóinu Skjáskot

Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, er komin aftur í íslenska landsliðshópinn eftir smá fjarveru en Steinunn eignaðist sitt annað barn í nóvember.

Fram undan eru tveir landsleikir í undankeppni EM þar sem Ísland mætir Lúxemborg ytra miðvikudaginn 3. apríl kl. 16:45 og lýkur undankeppninni á heimaleik við Færeyjar sunnudaginn 7. apríl kl. 16, á Ásvöllum.

Valur Páll Eiríksson leit við á æfingu hjá landsliðinu og tók nokkrar landsliðskonur tali, þar á meðal Steinunni sem var spennt fyrir komandi leikjum en viðurkenndi þó að aðstæður væru ögn öðruvísu en vanalega.

Klippa: Steinunn Björnsdóttir komin aftur í landsliðið

„Þetta er pínu öðruvísi, ég viðurkenni það“, að vera með hugann líka við einn lítinn fjögurra mánaða en bara yndislegt!“

Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þeim „ofurkonustælum“ að vera mætt aftur í landsliðið svo skömmu eftir barnsburð.

„Ég veit ekki hvað skal segja. Ég held ég sé bara heppin, ég legg inn náttúrulega mikla vinnu á meðgöngu svo bara gengu hlutirnir bara vel. Eigum við ekki að segja að þetta sé eitthvað svona genalottó?“

Steinunn, sem er 33 ára, hefur verið lengi í landsliðinu sem hefur tekið töluverðum breytingum á þeim tíma en hún sagði hópinn vera gríðarlega sterkan og markmiðið væri skýrt. Viðtalið í heild má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×