Innlent

Pall­borðið: Biskup Ís­lands og staða þjóð­kirkjunnar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Guðrún Karls Helgudóttir, Elínborg Sturludóttir og Guðmundur Karl Brynjarsson mæta í Pallborð dagsins.
Guðrún Karls Helgudóttir, Elínborg Sturludóttir og Guðmundur Karl Brynjarsson mæta í Pallborð dagsins. vísir/einar

Pallborðið verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag en til umræðu að þessu sinni verða embætti biskups Íslands og málefni Þjóðkirkjunnar.

Biskupskjör hefst 11. apríl næstkomandi og gestir Pallborðsins verða þremenningarnir sem tryggðu sér útnefningu þegar tilnefningar fóru fram; Guðrún Karls Helgudóttir, Guðmundur Karl Brynjarsson og Elínborg Sturludóttir.

Það er óhætt að segja að það hafi gustað um biskupa Íslands síðustu ár og áratugi.

Ólafur Skúlason, sem gengdi embættinu frá 1989 til 1997, var sakaður um fjölda kynferðisbrota og eftirmaður hans, Karl Sigurbjörnsson, harðlega gagnrýndur fyrir framgöngu sína í málinu og fyrir afstöðu sína til hjónabands samkynhneigðra.

Fráfarandi biskup, Agnes M. Sigurðardóttir, hefur heldur ekki farið varhluta af gagnrýni og ekki síst vegna framgöngu hennar gagnvart prestum og starfsmönnum kirkjunnar. Þá var nú síðast sótt hart að henni þegar skipunartími hennar rann út, eftir að embættið breyttist í hefðbundið starf.

Í sumum tilvikum má segja að gagnrýnin hafi verið ósanngjörn en þá hefur líka verið bent á að Agnes sé jú fyrsta konan til að sinna starfinu og að hún hafi verið dugleg við að taka umdeildar ákvarðanir, líkt og að standa með þolendum í kynferðisbrotamálum.

En skiptir það mál í dag hvort biskup er kona eða karl? Er deilt um valdsvið biskups og hvert er hlutverk hans innan Þjóðkirkjunnar? Hver er staða kirkjunnar og hvað er hægt að gera til að auka veg hennar og virðingu?

Við freistum þess að svara þessum spurningum og fleiri í Pallborðinu klukkan 14.


Tengdar fréttir

Tilnefningar hefjast 7. mars og kosningar 11. apríl

Kjörstjórn þjóðkirkjunnar hefur tilkynnt forsætisnefnd kirkjuþings ákvörðun sína um að hefja á ný kosningu til embættis biskups Íslands og forsætisnefnd lagt blessun sína yfir fyrirkomulagið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×