Innlent

Margrét Frið­riks safnar undir­skriftum til að kanna á­hugann

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Margrét Friðriksdóttir rannsakaði undirskriftakerfið á island.is og ákvað að endingu að halda sínu nafni á lista yfir þá sem safna undirskriftum.
Margrét Friðriksdóttir rannsakaði undirskriftakerfið á island.is og ákvað að endingu að halda sínu nafni á lista yfir þá sem safna undirskriftum.

Margrét Friðriksdóttir ritstjóri Fréttarinnar.is er á lista yfir þá einstaklinga sem safna undirskriftum fyrir forsetaframboð. Hún segist með því vera að kanna áhugann fyrir forsetaframboði hennar.

„Ég datt eiginlega óvart inn á þetta, hef aðeins verið að skoða kerfið og rannsaka það. En það er nú búið að skora á mig að bjóða mig fram. Þannig ég er að hugsa um að vera bara á listanum og athuga hvort ég nái undirskriftum. Þetta er orðinn það fjölbreyttur hópur að ég hugsaði bara why not?,“ segir Margrét í samtali við Vísi og bætir við að þrjú til fjögur hundruð manns hafi líkað við færslu þar sem hún viðraði þessar hugmyndir sínar.

Segir hún þörf á forseta sem tali fyrir kristnum gildum. 

„Þjóðlegum, kristnum gildum. Ég legg áherslu á það. Heiðarleiki skiptir máli, opin umræða sem ég hef staðið fyrir og tjáningarfrelsi. Að allir séu jafnir í okkar samfélagi, líka þeir sem hafa skoðun.,“ segir Margrét.

Finnst henni hópurinn sem nú hefur safnast saman og safnar undirskrftum nú á island.is áhugaverður. 

„Þetta er fjölbreyttur hópur og greinilega fjörugar kosningar í vændum.“

Og telurðu þig eiga möguleika?

„Ég ætla ekkert að segja til um það. Það veltur á undirskriftum og ef ég næ þeim þá tel ég mig alveg eiga möguleika eins og allir aðrir.“

Fylgst er með forsetakosningunum í forsetakosningavaktinni sem má nálgast hér að neðan. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×