Innlent

Baldur boðar til blaða­manna­fundar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson á frumsýningu í Borgarleikhúsinu á dögunum.
Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson á frumsýningu í Borgarleikhúsinu á dögunum. Owen Fiene

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, ætlar á morgun að upplýsa um ákvörðun sína varðandi framboð til embættis forseta Íslands á blaðamannafundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þar segir að Baldur og Felix Bergsson, eiginmaður hans, muni á morgun funda með þeim hópi fólks sem hvatt hefur Baldur til að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands, m.a. í Facebook-hópnum: Baldur og Felix - alla leið. Meðlimir hópsins telja nú rúmlega 18 þúsund manns, en stuðningsfólk stendur fyrir fundinum.

Fundurinn er öllum opinn á morgun. Bæjarbíó opnar dyr sínar klukkan ellefu og hefst fundurinn stundvíslega klukkan tólf á hádegi.

Vísir verður með beint streymi frá fundinum.

Halla Tómasdóttir forstjóri B Team tilkynnti um framboð sitt til forseta á sunnudaginn. Meðal annarra sem tilkynnt hafa um framboð, safna nú fimmtán hundruð meðmælum og eru í aktívri framboðsvinnu, eru Ástþór Magnússon, Arnar Þór Jónsson og Sigríður Hrund Pétursdóttir.

Nánar um baráttuna um Bessastaði í forsetavaktinni.


Tengdar fréttir

Halla býður sig fram til for­seta

Halla Tómasdóttir stefnir að því að verða næsti forseti Íslands. Halla tilkynnti um framboð sitt til forseta á blaðamannafundi í Grósku í Vatnsmýri í Reykjavík í hádeginu í dag. Fjöldi stuðningsmanna Höllu hafði þar safnast saman.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×