Fótbolti

Sænski lands­liðs­maðurinn laus úr öndunar­vél

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kristoffer Olsson spilaði síðast með sænska landsliðinu í nóvemberglugganum.
Kristoffer Olsson spilaði síðast með sænska landsliðinu í nóvemberglugganum. Getty/Linnea Rheborg

Það eru aðeins betri fréttir af Kristoffer Olsson, liðsfélaga landsliðsmannsins Sverris Inga Ingasonar hjá Midtjylland í Danmörku.

Midtjylland segir frá því á heimasíðu sinni að Olsson sé kominn úr öndunarvél og af gjörgæslu. Hann hefur verið fluttur á Hammel Neurocenter.

„Því miður hefur Kristoffer ekki náð upp hreyfigetu og hann getur ekki enn tjáð sig,“ segir enn fremur í fréttinni. Þar er líka talað um að endurhæfing Olsson taki nokkra mánuði.

„Það er of snemmt til að segja til um hvernig hann kemur út þessu,“ segir í fréttinni.

Olsson er með starfsmenn Midtjylland hjá sér sem og fjölskyldu sína.

Hann fannst meðvitundarlaus á heimili sínu og var fluttur á sjúkrahús þar sem hann endaði í öndunarvél. Við rannsóknir kom í ljós að hann var með fjölda lítill blóðtappa í heilanum.

Olsson er landsliðsmaður Svía og hefur spilað á miðju Midtjylland frá því 2022. Hann á að baki 47 landsleiki fyrir Svía og var síðast í landsliðinu í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×