Innlent

Fag­fé­lögin for­dæma verk­bann

Árni Sæberg skrifar
Fagfélögin innihalda Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og MATVÍS. Hér má sjá formenn þriggja félaganna.
Fagfélögin innihalda Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og MATVÍS. Hér má sjá formenn þriggja félaganna. Rafiðnaðarsamband Íslands

Fagfélögin fordæma ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins að boða vinnubann gagnvart félaga VR vegna kjaradeilu samtakanna við framlínufólk hjá Icelandair.

Í fréttatilkynningu frá Fagfélögunum, sem samanstanda af Byggiðn, MATVÍS, RSÍ og VM, segir að barátta starfsfólks á Keflavíkurflugvelli sé sjálfsögð. Hún snúist um réttlátan vinnutíma í takt við það sem almennt gerist á markaði.

Viðbrögð SA séu í engu samræmi við stöðu deilunnar og hvorki til þess fallin að skapa stöðugleika á vinnumarkaði né gefa gott fordæmi til framtíðar.

Fagfélögin styðji VR í kjarabaráttu þeirra og skora á SA að sýna meiri metnað við samningaborðið og vilja til að semja við umræddan hóp.


Tengdar fréttir

Ríkis­sátta­semjari reynir til þrautar að miðla málum

Lítið sem ekkert hefur verið um sameiginlega fundi samninganefnda SA og verslunarmanna í dag heldur hefur ríkissáttasemjari gengið á milli deiluaðila og lagt fyrir þá hugmyndir, sem gætu verið til lausnar deilunni. Kynnti hann eina slíka hugmynd fyrir samningsaðilum á áttunda tímanum í kvöld. Eftir það tóku deiluaðilar sér kvöldmatarhlé og ætla að koma aftur saman hjá sáttasemjara síðar í kvöld. 

Fyrst og fremst varnaraðgerð

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×