Tottenham nálgast Aston Villa eftir stór­sigur á Villa Park

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pedro Porro bendir á Son Heung-Min sem bjó til þrjú af fjórum mörkum Tottenham liðsins í dag.
Pedro Porro bendir á Son Heung-Min sem bjó til þrjú af fjórum mörkum Tottenham liðsins í dag. Getty/Alex Pantling

Það voru ekki aðeins stigin sem voru mikilvæg heldur var þetta einni átta marka sveifla á markatölu liðanna sem eru hlið við hlið í töflunni.

Þetta var fyrsti útisigur Tottenham í deildinni á árinu og sá fyrsti síðan 15. desember. Þeir enduðu líka þriggja leikja sigurgöngu Aston Villa í dag.

Son Heung-Min átti þátt í þremur mörkum í dag, skoraði eitt sjálfur og gaf tvær stoðsendingar.

Heimamenn bitu frá sér framan af leik en fóru illa út úr seinni hálfleiknum. Fyrri hálfleikurinn var opinn og skemmtilegur en mörkin komu þó ekki fyrr en í síðari hálfleik.

Tottenham var meira með boltann en Aston Villa með ógnuðu með hættulegum skyndisóknum.

Tottenham fór langt með að gera út um leikinn með tveimur mörkum á aðeins þremur mínútum.

Fyrra markið skoraði James Maddison úr markteignum eftir fyrirgjöf frá Pape Sarr.

Aðeins tæpum þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0 fyrir Tottenham eftir að Brennan Johnson með laglegu skoti eftir stoðsendingu Kóreumannsins Son Heung-Min. Aston Villa gerði slæm mistök aftarlega á vellinum og Tottenham nýtti sér það.

Hlutirnir urðu síðan enn erfiðari á 66. mínútu þegar fyrirliðinn John McGinn fékk beint rautt spjald fyrir að sparka Iyenoma Udogie gróflega niður þegar var kominn framjá honum.

Heimamenn í Villa voru því tveimur mörkum undir og manni færri þegar 25 mínútur voru eftir af leiknum.

Um leið og kom í ljós að það yrði tíu mínútum bætt við leikinn í uppbótartíma þá kom Son Heung-Min Tottenham liðinu 3-0. Son skoraði með góðu skoti eftir stoðsendingu frá Svíanum Dejan Kulusevski.

Fjórða markið kom síðan á fjórðu mínútu í uppbótartíma þegar Son lagði upp mark fyrir Timo Werner sem var nýkominn inn á sem varamaður.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira