Innlent

Um tíu milljón rúm­metrar af kviku undir Svarts­engi

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Búast má við að draga muni til tíðinda, enn á ný, á Reykjanesskaga hvað úr hverju.
Búast má við að draga muni til tíðinda, enn á ný, á Reykjanesskaga hvað úr hverju. Vísir/Vilhelm

Talið er að um tíu milljón rúmmetrar af kviku hafi nú safnast saman í kvikuhólfinu undir Svartsengi. Miklar líkur eru á kvikuhlaupi sem getur leitt til eldgoss þegar kvikan er orðin átta til þrettán milljón rúmmetrar.

Afar rólegt hefur verið á Reykjanesskaga síðustu daga, að sögn Bjarka Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðings á veðurstofu Íslands. Skjálftavirkni hefur verið með minnsta móti frá því að kvikuhlaupi á laugardag lauk. Um sex smáskjálftar hafa mælst við kvikuganginn frá miðnætti. 

Vindasamt hefur verið á svæðinu sem getur haft áhrif á áreiðanleika mælinganna, og segir Bjarki að líklega hafi verið aðeins fleiri skjálftar en mælarnir nemi. 

Öflugur skjálfti í Bárðarbungu. 

Klukkan 9:41 í morgun mældist skjálfti af stærðinni 3,2 í Bárðarbungu og í kjölfarið fylgdu nokkrir eftirskjálftar. Að sögn Bjarka eru skjálft­ar af þess­ari stærðargráðu al­geng­ir í Bárðarbungu og því sé líklega ekkert hægt að lesa í þá að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Dregur líklega til tíðinda í vikunni

Líklegt er að það dragi til tíðinda á ný á Reykjanesi í vikunni að mati Benedikts Ófeigssonar jarðeðlisfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Kvikuhólfið undir Svartsengi heldur áfram að fyllast en á morgun verður staðan líklega orðin eins og fyrir síðast kvikuhlaup.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×