Innlent

Mikið tjón á Garðatorgi eftir eld í nótt

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Mikið tjón varð á snyrtistofunni Garðatorgi þar sem eldur kom upp um eittleytið í nótt.
Mikið tjón varð á snyrtistofunni Garðatorgi þar sem eldur kom upp um eittleytið í nótt. Vísir/Vilhelm

Mikið tjón varð á snyrtistofu á Garðatorgi þar sem eldur kom upp um eittleytið í nótt. Allt tiltækt lið slökkviliðsins var sent á vettvang. Reykur barst í nærliggjandi rými, en á Garðatorgi eru meðal annars heilsugæsla og bæjarskrifstofur Garðabæjar. Engin slys urðu á fólki.

„Eldurinn var að mestu kæfður þegar við komum á staðinn en mikill reykur og einhver glóð ennþá. Það fór fram þónokkur vinna við að reykræsta,“ segir Stefán Már Kristinssson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttstofu. Mbl greindi fyrst frá.

Slökkvistarf og reykræsting tók um tvær klukkustundir.

Með því að eldurinn hafi verið kæfður vísar Stefán til þess að þegar eldur kviknar í lokuðu rými, getur hann klárað hann súrefnið og kæft sjálfan sig.

Mikið tjón varð á Snyrtistofunni Garðatorgi en Stefán segir að þó megi þakka fyrir að ekki fór verr í þessu tilfelli. Fjölbreytt starfsemi fer fram á Garðatorgi, ýmsar verslanir eru á svæðinu auk heilsugæslu og bæjarskrifstofum Garðabæjar. Reykræsting fór fram í öðrum rýmum en á snyrtistofunni en ekki urðu skemmdir á öðrum fyrirtækjum.

Fjölbreytt starfsemi fer fram á Garðatorgi, ýmsar verslanir eru á svæðinu auk heilsugæslu og bæjarskrifstofum Garðabæjar. Vísir/Vilhelm

Slökkviliðið var á vettvangi í um tvær klukkustundir, en þegar slökkvistarfi og reykræstingu var við það að ljúka barst útkall um alvarlegt bílslys skammt frá. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×