Körfubolti

Tryggvi í plús en allir hinir í mínus

Sindri Sverrisson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason virðist hafa staðið fyrir sínu í Póllandi í kvöld en það dugði skammt.
Tryggvi Snær Hlinason virðist hafa staðið fyrir sínu í Póllandi í kvöld en það dugði skammt. vísir/Hulda Margrét

Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Bilbao urðu að sætta sig við nítján stiga tap gegn Legia Varsjá, 83-64, á útivelli í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópubikars FIBA í körfubolta í kvöld.

Tryggvi spilaði sautján mínútur í leiknum og skoraði 10 stig, tók níu fráköst og gaf eina stoðsendingu.

Íslenski landsliðsmiðherjinn var sá eini í liði Bilbao með plústölu þegar horft er til stigamunarins á liðunum þann tíma sem hver leikmaður var innan vallar. Á þeim tíma sem Tryggvi spilaði skoraði Bilbao tveimur stigum meira en heimamenn.

Sacha Killeya-Jones var stigahæstur hjá Bilbao með 18 stig en með hann innan vallar skoraði Bilbao 18 stigum minna en heimamenn.

Bilbao þarf nú að vinna upp 19 stiga mun þegar liðin mætast að nýju á Spáni eftir viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×