Innlent

„Vitum ekki hvar við verðum í nótt“

Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa
Ferðalag Maríu og Janelle til Íslands tók óvænta beygju í dag.
Ferðalag Maríu og Janelle til Íslands tók óvænta beygju í dag. Vísir/Vilhelm

Tveir ferðamenn frá Filippseyjum eru í leit að gistingu eftir að hafa verið gert að yfirgefa Kastala guesthouse síðdegis vegna umfangsmikilla lögregluaðgerða. Lögregla hefur innsiglað gistiheimilið. 

Janelle del Rosario og María Cabardo komu til landsins á sunnudaginn og ætla sér að vera hér í nokkra daga í viðbót. Hvar þær gista næstu nætur vita þær ekki í ljósi atburða dagsins. 

Hvert er förinni heitið núna?

„Við reyndum að senda Booking.com beiðni um að fá aðra gistingu. Nú bíðum við eftir svari frá þeim,“ segir Janelle del Rosario.

María segir þær ekki hafa hugmynd um hvar þær verða í nótt. 

„Við ætlum að vera hérna í nokkra daga í viðbót vegna þess að við vorum búnar að skipuleggja ferð með leiðsögumanni. Svo komum við til baka úr ferðinni og fáum algjört sjokk þegar við komumst að því að við megum ekki fara inn. Eitthvað hefur komið fyrir,“ segir María.

Þannig að þið vitið ekkert hvar þið verðið í nótt?

„Ekki enn. Við erum að reyna að finna út úr því,“ segir Janelle.


Tengdar fréttir

Kanna þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunnar, segir þátt Vinnumálastofnunnar í rannsókn lögreglunnar á fyrirtækinu Vy-þrifum og eiganda þess Davíð Viðarssyni fyrst og fremst varða þær upplýsingar sem Vinnumálastofnun býr yfir.

Eigandi Vy-þrifa grunaður um mansal og peningaþvætti

Miðlæg rannsóknardeild lögreglu lagðist í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í dag. Grunur um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi leiddi til aðgerða á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi og standa þær enn yfir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×