Handbolti

Sel­foss heldur í vonina eftir mikil­vægan sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Selfoss vann mikilvægan sigur í kvöld.
Selfoss vann mikilvægan sigur í kvöld. Vísir/Diego

Tveir leikir fóru fram í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Selfoss vann gríðarlega mikilvægan sigur á HK í botnbaráttuslag. Þá vann KA fjögurra marka sigur á Gróttu, lokatölur 32-28.

Selfoss tók á móti HK en fyrir leik kvöldsins var heimaliðið á botni deildarinnar með sex stig á meðan HK var með 9 stigi, einu fyrir ofan Víking sem sat í næstneðsta sæti deildarinnar. Fór það svo að Selfoss vann gríðarlega mikilvægan fjögurra marka sigur, lokatölur 26-22.

Sveinn Andri Sveinsson fór mikinn í liði Selfyssinga en hann skoraði 9 mörk og var markahæstur. Þar á eftir kom Hans Jörgen Ólafsson með 8 mörk. Þá varði Jón Þórarinn Þorsteinsson 14 skot í markinu og var með 40 prósent markvörslu. Hjá HK skoraði Kristján Ottó Hjálmsson einnig 9 mörk og var markahæstur.

Á Akureyri vann KA góðan fjögurra marka sigur eins og áður segir. Skarphéðinn Ívar Einarsson og Ólafur Gústafsson voru markahæstir hjá KA með 5 mörk hvor. Í markinu varði Bruno Bernat 15 skot og var með 44 prósent markvörslu. Jakob Ingi Stefánsson var markahæstur hjá Gróttu með 5 mörk.

KA er í 7. sæti með 14 stig, Grótta í 9. sæti með 13 stig, HK í 10. sæti með 9 stig og Selfoss 12. sæti með 8 stig. Stöðuna í deildinni má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×