Handbolti

Vals­menn halda í við toppliðið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði tíu mörk fyrir Val.
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði tíu mörk fyrir Val. Vísir/Pawel

Valur vann sterkan þriggja marka sigur er liðið tók á móti Íslandsmeisturum ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld, 33-30.

Leikurinn var jafn og spennandi frá upphafi til enda og liðin skiptust á að hafa forystuna. Eyjamenn náðu þriggja marka forskoti þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður í stöðunni 9-12 og gestirnir héldu forystunni út hálfleikinn, staðan 15-17 þegar liðin gengu til búningsherbergja.

Það tók heimamenn í Val svo tíu mínútur að éta upp forskot ÍBV og staðan því orðin jöfn þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Valsmenn komu sér fljótlega í forystu eftir það og leiddu með tveimur mörkum þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Munurinn varð svo þrjú mörk þegar Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði beint úr innkasti þegar sex mínútur voru eftir, staðan 30-27.

Gestunum frá Vestmannaeyjum tókst aldrei að brúa það bil og niðurstaðan varð  marka sigur Vals, . Valsmenn eru nú aðeins einu stigi á eftir toppliði FH með 30 stig eftir 18 leiki, en FH-ingar hafa leikið einum leik minna. ÍBV situr hins vegar í fjórða sæti með 22 stig.

Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæsti maður vallarins með tíu mörk fyrir Valsmenn, en Arnór Viðarsson var atkvæðamestur í liði ÍBV með sjö mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×