Handbolti

Mosfellingar héldu út gegn Eyja­mönnum

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Þorsteinn Leó Gunnarsson fór að venju mikinn í liði Aftureldingar
Þorsteinn Leó Gunnarsson fór að venju mikinn í liði Aftureldingar vísir / hulda margrét

ÍBV tók á móti Aftureldingu og tapaði með einu marki, 28-29. Mosfellingar fóru með þessum sigri einu stigi upp fyrir Eyjamenn í 3. sæti Olís deildar karla.

Liðin skiptu mörkunum jafnt á milli sín fyrstu mínútur leiksins en fljótlega tók Afturelding forystu sem reyndist Eyjamönnum erfið. 

Fjórum mörkum munaði milli liðanna þegar flautað var til hálfleiks. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleik af sama krafti og þeir kláruðu þann fyrri en heimamenn svöruðu vel og minnkuðu muninn þegar líða tók á seinni hálfleikinn. 

Afturelding ríghélt hins vegar í forystuna og Eyjamenn náðu aldrei í skottið á þeim en komust mjög nálægt því undir lok leiks. 

Ihor Kopyshynskyi fór mikinn í liði Aftureldingar og skoraði 8 mörk. Þorsteinn Leó Gunnarsson og Birgir Steinn Jónsson fylgdu honum fast eftir með 7 mörk hver. 

Arnór Viðarsson leiddi markaskorun ÍBV með 6 mörk úr 8 skotum auk þess að gefa 4 stoðsendingar. Pavel Miskevich varði vel í marki Eyjamanna, 17 af 46 skotum. 

Afturelding vann sig upp í 3. sæti deildarinnar með þessum sigri og situr nú stigi ofar en ÍBV en 3 stigum á eftir Val í 2. sætinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×