Innlent

Fundi hjá ríkis­sátta­semjara lokið og annar boðaður í fyrra­málið

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Fundað verður aftur klukkan níu í fyrramálið.
Fundað verður aftur klukkan níu í fyrramálið. Vísir/Arnar Halldórsson

Fundi breiðfylkingar stéttafélaga innan ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara er lokið. Annar fundur hefur verið boðaður klukkan níu í fyrramálið.

Elísabet Ólafsdóttir aðstoðarríkissáttasemjari staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

Til viðræðu á fundinum í dag voru umrædd forsenduákvæðin sem sigldu síðustu umferð viðræðna í strand þann níunda febrúar síðastliðinn. Samkvæmt Elísabetu eru verkefni viðræðuaðila mörg.

Kjaraviðræður hófust aftur í gær eftir að hafa legið niðri í tæpar tvær vikur. Breiðfylkingin lýsti viðræðum árangurslausum vegna forsenduákvæða um þróun verðbólgu og stýrivaxta Seðlabankans.

Forysta Samtaka atvinnulífsins sagði forsenduákvæðin binda hendur Seðlabankans og hefta sjálfstæði hans en seðlabankastjóri hefur hins vegar síðar sagt að slík ákvæði skerði ekki sjálfstæði bankans. Í forsenduákvæðum samninga væri hins vegar eðlilegra að miða við þróun kaupmáttar og verðbólgu en vaxtastefnu bankans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×