Innlent

„Ís­land er upp­selt“

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm

Inga Sæland formaður Flokks fólksins segist vilja stöðva flæði fólks til landsins sem óskar eftir alþjóðlegri vernd. Hún fullyrðir að Ísland taki á móti of mörgum og segist vilja undanþágu frá Schengen samstarfinu.

Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni. Inga segir Ísland uppselt og fullyrðir að ófremdarástand sé komið upp í málaflokknum og vísar Inga einungis til hælisleitenda í þeim efnum.

„Ég er einfaldlega að segja það að við erum í rauninni komin hérna að þolmörkum fyrir alllöngu síðan hvað lítur að hælisleitendum sem sækja hér um alþjóðlega vernd,“ segir Inga.

„Það er ýmislegt sem við gætum gert. Ég hef nú til dæmis sagt að ég vil hreinlega stöðva flæði hælisleitenda sem óska eftir alþjóðlegri vernd, bara á meðan við erum að vinna niður öll þau mál sem eru nú þegar í kerfinu.“

Hún segir ríkissjóð ekki vera ótæmandi auðlind. Ekki sé hægt að skrúfa frá krana ríkissjóðs og láta streyma úr honum stanslaust án þess að hann muni á endanum tæmast. Hún fullyrðir að hægt sé að sækja um undanþágu í Schengen samstarfinu.

„Hér eru mjög mörg þjóðlönd og ríki í Evrópu sem hafa nýtt sér undanþáguheimildir í Schengen samkomulaginu um það að taka algjörlega ábyrgð á sínum innri landamærum, þannig að við getum það ekki síður en Þjóðverjar og Frakkar.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×