Innlent

Funda aftur á morgun

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Breiðfylking ASÍ heldur aftur til fundar við SA á morgun.
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Breiðfylking ASÍ heldur aftur til fundar við SA á morgun. Vísir/Vilhelm

Fundi breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins lauk án niðurstöðu síðdegis í dag. Aftur verður fundað á morgun.

Í samtali við fréttastofu sagði Elísabet S. Ólafsdóttir, sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara að fundinum hefði lokið á fimmta tímanum í dag, en að boðað hefði verið til nýs fundar klukkan níu í fyrramálið. 

Um er að ræða fyrsta fund aðila að kjaraviðræðum í tæpar tvær vikur, eða frá 9. febrúar. Helsta þrætueplið hefur verið svokallað forsenduákvæði um þróun verðbólgu og stýrivaxta Seðlabankans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×