Erlent

Sprengjuregn á Rafah og tveimur gíslum bjargað

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Palestínumenn sem særðust í árásum Ísraela á Rafah í gær fá aðhlynningu á spítala í borginni. 
Palestínumenn sem særðust í árásum Ísraela á Rafah í gær fá aðhlynningu á spítala í borginni.  AP Photo/Hatem Ali

Ísraelar segjast hafa bjargað tveimur gíslum sem verið hafa í haldi Hamas samtakanna frá því í október.

Ísraelsher segist hafa farið inn á Gaza í nótt og náði í gíslana sem eru karlmenn sem bjuggu á samyrkjubúinu Nir Yitzhak þegar Hamas gerði árás sína. Þeim hafði verið haldið í landamæraborginni Rafah að því er Ísraelar fullyrða og eru sagðir við góða heilsu.

Harðar árásir eru nú hafnar á Rafah en Ísrealar höfðu lýst því yfir að árás á borgina væri í undirbúningi og því ættu allir almennir borgarar að koma sér á brott. Það eru hinsvegar enginn hægðarleikur þar sem stór hluti þeirra sem nú eru í Rafah eru flóttamenn af öðrum svæðum sem Ísraelsher hefur ráðist á.

Manntjón í Rafah í nótt er óljóst, AFP fréttaveitan hefur eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa að 52 hafi látið lífið, þar á meðal fjöldi kvenna og barna. Reuters fréttaveitan talar hinsvegar um 37 dauðsföll í borginni.

Stjórnvöld á Gasa segja að nú hafi rúmlega 28 þúsund Palestínumenn verið drepnir síðan Ísreaelar hófu árásir sínar á Gasa og tæplega 68 þúsund hafa særst.


Tengdar fréttir

Skipar hernum að tæma Rafa fyrir innrás

Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, hefur skipað ísraelska hernum að gera áætlun um brottflutning allra íbúa frá Rafah. Það á að gera áður en gerð verður allsherjar innrás í borgina en þangað hafa fjölmargir íbúar Gasastrandarinnar flúið á undanförnum mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×