Innlent

Segja mikil­vægt að ekki sé vegið að sjálf­stæði Seðla­bankans

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Sigríður Margrét Oddsdóttir er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Ívar Fannar

Samtök atvinnulífsins segja mikilvægt að ekki sé vegið að sjálfstæði Seðlabankans með forsenduákvæðunum sem sigldu kjaraviðræðum við breiðfylkingu ASÍ í strand fyrr í dag.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum vegna viðræðuslitanna.

„Mikið virði er falið í þeim stöðugleika sem fylgir langtímakjarasamningum. Það er því mikilvægt að þau forsenduákvæði sem samið er um valdi því ekki að stöðugleikinn ríki einungis til skamms tíma.“

Samningsmarkmið Samtaka atvinnulífsins hafi verið að gera langtímasamninga sem skapi skilyrði fyrir minni verðbólgu og lægri vexti og það sé áfram markmiðið þrátt fyrir að viðræðum hafi verið slitið í dag.

„Þótt viðræðum sé með þessu hætt í bili, eru Samtök atvinnulífsins reiðubúin sem fyrr að halda samtalinu áfram. Markmiðið er áfram að stuðla að aukinni sátt og móta heildstæða launastefnu sem skapar skilyrði fyrir minni verðbólgu og lægri vexti. Það verður áfram verkefnið.“

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness eins félags breiðfylkingarinnar, segir þó að forsenduákvæðin tryggi aðeins að ábyrgðin og áhættan liggi ekki öll á herðum launafólks og að aldrei hafi langtímasamningur verið gerður án slíkra ákvæða. Ekki sé hægt að samþykkja hóflegar hækkanir ef aðrir axli síðan ekki ábyrgð sína.

„Krafan myndi þýða að launafólk eitt ber ábyrgðina og áhættuna af afleiðingum þess ef markmið samnings nást ekki,“ segir í tilkynningu frá breiðfylkingunni frá því í dag.


Tengdar fréttir

Segir framferði SA til skammar

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir framferði Samtaka atvinnulífsins til skammar. Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum í dag og óljóst er um framhaldið.

Gengur sorgmæddur og dapur frá borði

Breiðfylking ASÍ sleit kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins í dag og lýsir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness miklum vonbrigðum með niðurstöðuna. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×