Innlent

Kalda vatnið flæðir aftur um Leifs­stöð

Bjarki Sigurðsson skrifar
Farþegar að bíða á Keflavíkurflugvelli eftir því að komast í flug.
Farþegar að bíða á Keflavíkurflugvelli eftir því að komast í flug. Vísir/Vilhelm

Búið er að koma kalda vatninu aftur á í flugstöð Keflavíkurflugvallar. Enn er heitavatnslaust á vellinum en það hefur ekki haft mikil áhrif á farþega sem fara í gegnum völlinn. 

Þetta staðfestir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við fréttastofu. Kalda vatnið fór af á vellinum í morgun vegna bilunar í kaldavatnslögn sem er ótengd eldgosinu sem hófst í gær á Reykjanesskaga. 

Nokkrum salerniskjörnum flugvallarins hafði verið lokað vegna bilunarinnar en þeir hafa verið opnaðir á ný. Það tekur einhvern tíma fyrir vatnið að ná fullum krafti en það ætti að gerast á næstu tímum að sögn Guðjóns.

Vegna heitavatnsleysisins hafa verið settir upp hitablásarar víðsvegar um flugvöllinn til að halda hita þar hita. Vonir standa til að heitt vatn komist aftur þar á í kvöld. 

Hitablásari á Keflavíkurflugvelli.Vísir/Berghildur Erla

Búist er við því að heita vatnið verði komið aftur á flugvöllinn í kvöld.Vísir/Berghildur Erla


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×