Innlent

Fundi breið­fylkingarinnar og SA frestað til morguns

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Fundi breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hefur verið frestað til klukkan ellefu í fyrramálið.
Fundi breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hefur verið frestað til klukkan ellefu í fyrramálið. Vísir/Arnar/Einar

Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins funduðu í Karphúsinu í allan dag en fundi var hætt síðdegis og frestað til klukkan ellefu í fyrramálið. 

Viðsemjendur hafa verið settir í fjölmiðlabann en að loknum fundi í gær sagði Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, þó að samningsviljinn væri sterkur og að fundað yrði þar til samningar næðust.

Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði losnuðu á miðnætti og svokölluð friðarskylda er því úti.

Samninganefndir beggja megin borðsins hafa sagt markmiðið að ná samningum sem stuðli að lækkun verðbólgu og vaxta.


Tengdar fréttir

Funda á­fram á morgun en gefa ekkert upp

Breiðfylking stéttarfélaga innan Alþýðusambandsins og fulltrúar Samtaka atvinnulífsins komu til fundar hjá ríkissáttasemjara snemma í morgun eftir langan fund í gær. Fundi lauk um klukkan 17.30 í dag og verður haldið áfram klukkan níu á morgun. Það er þriðji fundardagur breiðfylkingarinnar og SA.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×