Fótbolti

Höfnuðu til­boði Lecce í Mikael Neville

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mikael Neville Anderson er eftirsóttur.
Mikael Neville Anderson er eftirsóttur. getty/Jan Christensen

AGF hafnaði tilboði Lecce frá Ítalíu í íslenska landsliðsmanninn Mikael Neville Anderson.

Mikael er eftirsóttur en belgíska liðið Kortrijk, sem Freyr Alexandersson þjálfar, vill einnig fá hann.

Samkvæmt heimildum bold.dk bauð Lecce fimmtán milljónir danskra króna í Mikael. Það jafngildir næstum því þrjú hundruð milljónum íslenskra króna.

AGF sagði hins vegar nei við þessu tilboði Lecce sem leikur í ítölsku úrvalsdeildinni.

Mikael, sem er 25 ára, hefur leikið með AGF síðan 2021. Hann kom til liðsins frá Midtjylland. Mikael er samningsbundinn AGF til 2026.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×