Innlent

Halda við­ræðum á­fram á morgun

Lovísa Arnardóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa
Ástráður Haraldsson segir að grundvöllur sé fyrir áframhaldandi viðræðum. Kjarasamningar renna út á miðnætti.
Ástráður Haraldsson segir að grundvöllur sé fyrir áframhaldandi viðræðum. Kjarasamningar renna út á miðnætti. Vísir/Vilhelm

Fundi breiðfylkingar og Samtaka atvinnulífsins var frestað í dag. Fundi verður haldið áfram á morgun klukkan tíu. Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari staðfesti þetta við fréttastofu í dag

Hann segir að til staðar sé viðræðugrundvöllur á milli breiðfylkingar og SA og að viðræðum verði haldið áfram. Fulltrúar breiðfylkingar og SA funduðu bæði saman og í sitthvoru lagi í dag.

Viðræðum um nýja kjarasamninga var vísað til sáttasemjara í síðustu viku eftir nokkrar vikur af viðræðum. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru lausir á miðnætti í kvöld og sömuleiðis friðarskyldan.

„Það er alltaf viss pressa á báðum aðilum þegar friðarskyldan er við það að renna út,“ sagði Vilhjálmur Birgisson í Karphúsinu í dag.

Hann sagði að viðræðum yrði haldið áfram og að framhaldið yrði að skýrast. Rætt var við hann fyrir fund breiðfylkingarinnar við SA í dag.

„Það er mikil ábyrgð á báðum aðilum. Ekki bara hjá okkar viðsemjendum, heldur líka okkur. Við skuldum okkar félagsmönnum það að ná fram hér góðum kjarasamningi sem stuðlar að því að verðbólga lækki, vextir lækki. Það er markmiðið sem að ég held að öll þjóðin bíði eftir því að gerist hér inni.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×