Sport

NFL hefur grætt 45 milljarða á Taylor Swift

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Taylor Swift með Brittany Mahomes í stúkunni en Brittany spilaði fótbolta hér á Íslandi eitt sumarið.
Taylor Swift með Brittany Mahomes í stúkunni en Brittany spilaði fótbolta hér á Íslandi eitt sumarið. Getty/ David Eulitt

Kansas City Chiefs er að ná góðum árangri inn á vellinum í NFL deildinni þessa dagana enda komið í Super Bowl leikinn en það vekur líka mikla athygli hvað er að gerast í kringum liðið utan vallar.

Ástæðan er ástarsamband tónlistarkonunnar Taylor Swift og stjörnuleikmanns Travis Kelce. Swift er vinsælasta tónlistarkona heims og hefur fengið ótrúlegasta fólk til að fylgjast með NFL deildinni.

Taylor og Travis eru augljóslega ástfangin og stór hluti Bandaríkjanna hefur mjög mikinn áhuga á sambandi þeirra.

Taylor er líka mjög dugleg að mæta á leiki Chiefs liðsins og var á síðustu leikjum liðsins í úrslitakeppninni þrátt fyrir að þeir voru báðir á útivelli. Swift bætti bæði til Buffalo og til Baltimore.

Nú hafa fróðir menn reiknað það út hversu miklu afskipti Taylor Swift hafi í raun skilað NFL og Chiefs liðinu í auknum tekjum.

Samkvæmt nýrri samantekt kemur í ljós að NFL hefur grætt 331,5 milljónir dollara eða 45 milljarða íslenskra króna á þessum tengslum Chiefs félagsins og Swift.

Tekjuaukningin kemur í gegnum auknar tekjur frá dagblöðum, netmiðlum, sjónvarpi, útvarpi og samfélagsmiðlum frá fyrsta leiknum sem hún mætti á í september.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×