Innlent

Með varan­lega ör­orku eftir kylfuárás í Banka­stræti

Jón Þór Stefánsson skrifar
Árásin sem málið varðar átti sér stað við Bankastræti.
Árásin sem málið varðar átti sér stað við Bankastræti. Vísir/Vilhelm

Ungur karlmaður hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í Bankastræti í Reykjavík sem átti sér stað um nótt í október 2021.

Manninum, sem er tvítugur, er gefið að sök að slá annan mann ítrekað í höfuðið með kylfu.

Fram kemur að brotaþolinn hafi hlotið fjögurra sentímetra langan skurð framarlega í hársverði sem náði niður að höfuðkúpu, og annan minni skurð aftan á höfði. Jafnframt hafi hann fundið fyrir höfuðverk, svipa, og ógleði, og fengið heilahristing.

Þá segir í ákæru að brotaþolinn hafi verið metinn með eftirheilahristingsheilkenni og varanlega örorku sem telst hæfilega metin sjö prósent.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur, en brotaþolinn krefst 1,2 milljóna í miskabætur. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×