Fótbolti

Markahæsti leik­maður ítalska lands­liðsins látinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Luigi Riva í leik Ítalíu og Haítí á HM 1974.
Luigi Riva í leik Ítalíu og Haítí á HM 1974. getty/Istvan Bajzat

Luigi Riva, markahæsti leikmaður í sögu ítalska fótboltalandsliðsins, er látinn, 79 ára að aldri.

Riva skoraði 35 mörk í 42 landsleikjum fyrir Ítalíu á árunum 1965-74. Hann varð Evrópumeistari með ítalska liðinu 1968 og vann silfur með því á HM tveimur árum seinna.

Riva hóf ferilinn með Legnano en gekk í raðir Cagliari 1963 og lék með liðinu þar til hann hætti. Vegna meiðsla lék hann sinn síðasta leik á ferlinum 1976, aðeins 31 árs.

Alls skoraði Riva 207 mörk í 374 leikjum fyrir Cagliari. Hann varð ítalskur meistari með liðinu 1970. Riva varð þrisvar sinnum markakóngur ítölsku úrvalsdeildarinnar (1967, 1969 og 1970).

Eftir að ferlinum lauk var Riva til skamms tíma forseti Cagliari og starfaði síðan lengi fyrir ítalska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×