Fótbolti

Sveinn Aron að fara til Þýska­lands

Dagur Lárusson skrifar
Sveinn Aron fagnar í búningi Elfsborg.
Sveinn Aron fagnar í búningi Elfsborg. Twitter@IFElfsborg1904

Íslenski landsliðsmaðurinn Sveinn Aron Gudjohnsen er við það að ganga til liðs við þýska liðið Hansa Rostock samkvæmt nýjustu fréttum.

Sveinn Aron hefur verið hjá sænska liðinu Elfsborg frá árinu 2021 þegar hann kom frá Spezia á Ítalíu en síðan þá hefur hann skorað átján mörk fyrir liðið, gefið þrjár stoðsendingar og spilað í heildina 79 leiki. Hansa Rostock er sem stendur í sextánda sæti í næstu efstu deild Þýskalands.

Sveinn Aron er sem stendur í læknisskoðun hjá þýska félaginu en eftir hana verður hann tilkynntur sem nýr leikmaður liðsins en Elfsborg og Hansa hafa náð samkomulagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×