Sport

Biðja fólk um að klæða sig eftir veðri í Buffalo

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Staðan á Highmark-vellinum, heimavelli Bills, fyrr í dag.
Staðan á Highmark-vellinum, heimavelli Bills, fyrr í dag. @BuffaloBills

Buffalo Bills tekur á móti Pittsburgh Steelers í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í kvöld. Völlurinn er snævi þakinn og reikna má með að það verði heldur napurt á meðan leik stendur, því hefur Bills beðið fólk um að klæða sig eftir veðri.

Leikur Bills og Steelers verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld, útsending hefst klukkan 21.25. Til að sjá til þess að það yrði leikfært þá hringdi Bills út íbúa Buffalo til að aðstoða við að hreinsa völlinn og leikvanginn í heild sinni. Þau sem mættu engu 20 Bandaríkjadali, rúmar 2700 íslenskar krónur, á tímann fyrir aðstoðina.

Þó hitamælinn sýni „aðeins“ -7 þá hefur verið gríðarlega mikill snjór í Bufalo og þá er spáð snjóstormi þegar líða tekur á kvöldið. Til að tryggja öryggi stuðningsmanna sinna, og Steelers, þá hefur Bills beðið fólk um að klæða sig eftir veðri og koma í vatnsheldum buxum og stígvélum.

Bills endaði tímabilið með 11 sigra og sex töp á meðan Steelers vann 10 leiki og tapaði sjö. Leikurinn verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 og síðar í kvöld hefst leikur Tampa Bay Buccaneers og Philadelphia Eagles.

NFL

Tengdar fréttir

Yfirvararskeggið fraus á þjálfara Chiefs

Kansas City Chiefs komst áfram i undanúrslit Ameríkudeildarinnar með 26-7 sigri á Miami Dolphins þegar úrslitakeppni NFL-deildarinnar fór af stað um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×