Handbolti

Haukar rúlluðu yfir KA/Þór

Siggeir Ævarsson skrifar
Sara Odden var marahæst Hauka með sex mörk og gaf þar að auki fimm stoðsendingar
Sara Odden var marahæst Hauka með sex mörk og gaf þar að auki fimm stoðsendingar Vísir/Vilhelm

Haukur halda pressu á toppliði Vals í Olís-deild kvenna í handbolta en liðið vann stóran sigur á KA/Þór á Akureyri í dag, lokatölur fyrir norðan 19-32.

Gestirnir tóku forystuna strax í byrjun og létu hana aldrei af hendi. Staðan var orðin 0-5 þegar norðankonur komust loks á blað þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum. Staðan var orðin 5-16 í hálfleik og því nokkuð ljóst hvoru megin sigurinn myndi lenda.

Haukar náðu mest 17 marka forystu í stöðunni 15-32 en heimakonur skoruðu svo síðustu fjögur mörk leiksins og löguðu stöðuna aðeins til fyrir leikslok.

Markahæst í liði Vals var Sara Odden sem skoraði sex mörk og gaf að auki fimm stoðsendingar. Sonja Lind Sigsteinsdóttir kom næst með fimm mörk. Lydía Gunnþórsdóttir var markahæst í liði KA/Þórs með fimm mörk og Isabella Fraga skoraði fjögur.

Haukar eru eftir leikinn tveimur stigum á eftir toppliði Vals að loknum tólf umferðum, en KA/Þór í næst neðsta sæti, stigi á undan Aftureldingu og með jafn mörg stig og Stjarnan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×