Handbolti

Maður sér aldrei handboltadómara með virki­lega gott hár

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elliði Snær Viðarsson ræðir við dómara leiksins eftir að ljóst var að hann myndi ekki spila meira í leik dagsins.
Elliði Snær Viðarsson ræðir við dómara leiksins eftir að ljóst var að hann myndi ekki spila meira í leik dagsins. Vísir/Vilhelm

Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin, lokatölur 27-27.

Hér að neðan má sjá hvað fór fram á samfélagsmiðlinum X, áður þekktur sem Twitter, en segja má að það hafi verið hæðir og lægðir í skoðum fólks á landsliðinu á undanförnum klukkustundum.

Fjöldi Íslendinga er mættur til Þýskalands að styðja við bakið á strákunum okkar. Sumir eru sérstaklega hrifnir af Loga Geirssyni, sérfræðingi RÚV.

Það voru ekki allir sáttir með leikmannahópinn sem var valinn fyrir leik dagsins. Séffinn og Ponzan voru hins vegar hressir og klárir í bátana.

Gísli Þorgeir Kristjánsson var líka klár.

Sumir voru rólegir í aðdraganda leiksins, aðrir voru peppaðir.

Liðunum gekk illa að skora framan af og var staðan markalaus eftir fimm mínútur.

Elliði Snær Viðarsson fékk að margra mati óverðskuldað rautt spjald þegar tólf mínútur voru liðnar af leiknum.

Sem betur fer var Viktor Gísli Hallgrímsson í banastuði í markinu.

Mögulega vanmat íslenska þjóðin hversu öflugt lið Serbíu er.

Ísland átti einstaklega erfitt uppdráttar í síðari hálfleik.

Ísland skoraði hins vegar tvö síðustu mörk leiksins og tryggði sér stig sem var einfaldlega ekki í myndinni.


Tengdar fréttir

Umfjöllun: Ísland - Serbía 27-27 | Ótrúlegur endir tryggði stig

Ísland byrjar EM karla í handbolta á einu dramatískasta jafntefli síðari ára. Liðið var tveimur mörkum undir þegar nokkrar sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tryggði Sigvaldi Björn Guðjónsson stig með marki úr hraðaupphlaupi í blálokin.

„Mótið er alls ekki búið“

„Veit ekki, frekar skrítinn leikur. Erum að klikka á algjörum grunnatriðum og förum illa með yfirtöluna,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson um ótrúlegt jafntefli Íslands og Serbíu í fyrsta leik EM karla í handbolta.

„Ég get nánast lofað því að við verðum betri í næsta leik“

Ísland gerði eitt dramatískasta jafntefli í manna minnum í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu gegn Serbíu. Ísland var þremur mörkum undir þegar tvær mínútur voru eftir en tvö þrumuskot Arons Pálmarsonar hleyptu lífi í leikinn og Sigvaldi Björn skoraði svo jöfnunarmarkið þegar fimm sekúndur voru til leiksloka. 

„Erum að ströggla lungann úr leiknum sóknar­lega“

„Mér líður ágætlega úr því sem komið var. Held að við verðum að vera glaðir með þetta eina stig,“ sagði landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson um ótrúlegt jafntefli Íslands og Serbíu í fyrsta leik liðanna á EM.

„Náðum aldrei góðum takti“

Viktor Gísli átti frábæran fyrri hálfleik í marki Íslands og hélt liðinu á lífi meðan mörkin létu á sér standa. Í seinni hálfleik minnkaði markvarslan, sem skrifast að mörgu leyti á slakan varnarleik, og allt stefndi í tap gegn Serbíu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×