Innlent

„Ég elska hann svo mikið“

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ibrahim hafði mjög gaman af því að spila fótbolta.
Ibrahim hafði mjög gaman af því að spila fótbolta.

Faðir drengs sem lést af slysförum á síðasta ári segir síðustu mánuði hafa verið erfiða. Drengsins var minnst á veitingastað fjölskyldunnar en í dag hefði hann orðið níu ára.

Í október á síðasta ári lést hinn átta ára gamli Ibrahim Shah Uz-Zaman í slysi við Ásvelli í Hafnarfirði. Ibrahim hafði verið að hjóla heim eftir fótboltaæfingu þegar hann varð fyrir steypubíl.

Í dag, 9. janúar, hefði Ibrahim orðið níu ára gamall. Til að minnast hans ákváðu foreldrar hans, sem reka veitingastaðinn Shalimar í miðbæ Reykjavíkur, að bjóða upp á uppáhaldsrétti Ibrahim á sérstöku verði.

„Þetta er allt fyrir Ibrahim son minn sem dó í slysi í október. Átta ára drengur að koma heim eftir að hafa spilað fótbolta. Varð fyrir steypubíl. Hann hefði átt afmæli í dag og þess vegna vildum við gera eitthvað svo fólk geti minnst hans. Við vildum gera eitthvað fyrir hann,“ segir Sheikh Aamir, faðir Ibrahim, og eigandi Shalimar.

Uppáhaldsréttir Ibrahims voru á tilboði í dag.Vísir/Sigurjón

Ibrahim var oft með fjölskyldu sinni í vinnunni og sagði föður sínum alltaf að þegar hann yrði eldri ætlaði hann sér að vinna á Shalimar.

Ættingjar Ibrahim hafa minnst hans á samfélagsmiðlum, meðal annars á minningarsíðu hans sem sjá má hér fyrir neðan. 

„Þetta hefur verið mjög erfitt. Ég veit ekki hvernig maður á að útskýra þetta. Mjög þungt. Ég hef ekkert verið að vinna. Ég er bara hér í dag til að hjálpa. Það er of erfitt að gera hvað sem er. Ég elska hann svo mikið,“ segir Sheikh Aamir. 

Ibrahim langaði að starfa á veitingastað foreldra sinna þegar hann yrði eldri.

Ibrahim þegar hann var yngri.
„Hann hefði átt afmæli í dag og þess vegna vildum við gera eitthvað svo fólk geti minnst hans,“ segir faðir Ibrahims.
Ibrahim í Pakistan en foreldrar hans eru þaðan.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×