Innlent

Ís­lenskir að­gerða­sinnar tjalda með Palestínu­mönnum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Fjölga mun í hópi þeirra sem tjalda á Austurvelli.
Fjölga mun í hópi þeirra sem tjalda á Austurvelli.

Íslenskir aðgerðasinnar ætla sér að sýna Palestínumönnum samstöðu með því að tjalda á Austurvelli eins lengi og þarf. Mótmæli við utanríkisráðuneytið og samstöðufundur á Austurvelli fara fram í dag. 

Um er að ræða fjórðu mótmælin við Utanríkisráðuneytið frá því árásir Ísraels á Gasa hófust. Þaðan verður gengin samstöðuganga á Austurvöll þar sem fram fer samstöðufundur. Mótmælin við ráðuneytið hefjast klukkan 14.

„Tilefnið er að nú erum við að þrýsta á ríkisstjórn Íslands, vegna þess að hér á landi eru Gasabúar sem eru komnir með öll réttindi til fjölskyldusameiningar, en það eru ættingjar þeirra sem eru strandaðir á Gasa í stórri lífshættu. Og það hefur ekki gengið að fá ríkisstjórnina til þess að gera nægilegt í málinu til þess að þetta fólk geti komist hingað,“ segir Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína.

Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestína.Vísir/Steingrímur Dúi

Nokkrir Palestínumenn sem rétt eiga á fjölskyldusameiningu hafa dvalið í tjöldum á Austurvelli í meira en viku, til þess að knýja á um að hreyfing komist á mál þeirra. Íslenskir aðgerðasinnar hyggjast nú gera slíkt hið sama.

„Það er þarna hópurinn No Borders. Þeir eru með plön um það að sýna þeim samstöðu með því að vera þarna líka. Þeir verða þarna svo lengi sem ríkisstjórnin gerir ekki, eins og margar ríkisstjórnir Norðurlanda og ýmissa Evrópuríkja, hafa sótt fólk til Gasa sem hefur rétt á fjölskyldusameiningu. Íslenska ríkisstjórnin virðist ekki ætla gera neitt í því máli. Dregur lappirnar.“


Tengdar fréttir

Fá leyfi til að vera áfram: „Baráttuviljinn það síðasta sem má missa“

Aðgerðasinnar, sem hafa staðið fyrir mótmælum til að knýja á um að stjórnvöld hjálpi dvalarleyfishöfum á Gasa að komast út af svæðinu, fengu í dag leyfi frá Reykjavíkurborg til að vera áfram með tjaldbúðirnar á Austurvelli. Fólkið hefur almennt mætt velvild en þó með tveimur alvarlegum undantekningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×