Innlent

Funda um mögu­lega kvikusöfnun undir Svarts­engi klukkan 9 og 13

Telma Tómasson skrifar
Bláa lónið er í Svartsengi.
Bláa lónið er í Svartsengi. Vísir/Vilhelm

Rólegt var á Reykjanesskaga í nótt og lítil jarðaskjálftavirkni á svæðinu. 

Í allan gærdag mældust um 100 jarðskjálftar við kvikuganginn en frá miðnætti hafa mælst 20 minniháttar skjálftar, allir undir einum að stærð, að sögn Einars Hjörleifssonar náttúrvársérfræðings á Veðurstofu Íslands.

Í gær bárust tíðindi af því að kvikusöfnun væri hugsanlega hafin að nýju undir Svartsengi og sérfræðingar byggju sig undir möguleikann á ítrekaðri virkni.

Einar segir að túlkun aflögunargagna verði tekin fyrir á fundi sérfræðinga Veðurstofunnar klukkan 9.30 í dag, þar sem rýnt verður í nýjustu GPS punkta vegna hugsanlegs landriss. 

Í framhaldinu verður fundað með almannavörnum klukkan 13.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×