Veður

Hæg norðan- og norð­vestan­átt á landinu

Atli Ísleifsson skrifar
Frost verður á bilinu tvö til níu stig í dag.
Frost verður á bilinu tvö til níu stig í dag. Vísir/Vilhelm

Lægðin sem gekk yfir landið í gær er nú við vesturströnd Noregs og hefur hún dýpkað talsvert síðasta hálfa sólarhringinn og mun því valda illviðri í Norður-Evrópu í dag.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að við sitjum hins vegar eftir í mun hægari norðvestan- og norðanátt þar sem víða verða fimm til þrettán metrar á sekúndu og él, en þurrt að kalla á Suðausturlandi.

Frost verður á bilinu tvö til níu stig, en síðdegis mun draga úr ofankomu og herðir á frosti.

Á morgun verður áttin breytileg, vindhraði yfirleitt svipaður og í dag og áfram él, en hægari og lengst af þurrt og bjart á Suður- og Suðvesturlandi. Talsvert frost víðast hvar.

Spákort fyrir klukkan 14.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag (vetrarsólstöður): Norðaustlæg eða breytileg átt, víða 5-13 m/s og snjókoma með köflum, en lengst af þurrt og bjart sunnan heiða. Frost 3 til 17 stig, kaldast inn til landsins.

Á laugardag (Þorláksmessa): Austan 8-15 og víða líkur á éljum, en hægari norðaustanlands. Dregur úr frosti.

Á sunnudag (aðfangadagur jóla): Norðaustan 10-18, en hægari á Austurlandi. Él um landið norðanvert, annars þurrt að mestu. Frost 0 til 8 stig. Dregur úr vindi síðdegis.

Á mánudag (jóladagur): Breytileg átt og él, en þurrt að kalla um landið vestanvert. Herðir á frosti.

Á þriðjudag (annar í jólum): Suðlæg eða breytileg átt og snjókoma með köflum. Frost 0 til 7 stig.

Á miðvikudag: Norðaustlæg átt og dálítil él, en bjartviðri um landið suðvestanvert. Kólnar í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×