Innlent

Sam­þykkja tólf ný götu­heiti í Vatn­­senda­hverfi

Atli Ísleifsson skrifar
Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri Kópavogsbæjar. Skipulagsráð Kópavogs hefur vísað málinu til bæjarstjórnar og bæjarráðs til afgreiðslu.
Ásdís Kristjánsdóttir er bæjarstjóri Kópavogsbæjar. Skipulagsráð Kópavogs hefur vísað málinu til bæjarstjórnar og bæjarráðs til afgreiðslu. Vísir/Vilhelm

Skipulagsráð Kópavogs hefur samþykkt tillögu umhverfissviðs bæjarins um tólf ný götuheiti í Vatnsendahverfi í Kópavogi og hefur málinu verið vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Þau götuheiti sem lögð voru til og samþykkt voru Hallahvarf, Háahvarf, Heiðarhvarf, Hlíðarhvarf, Hæðarhvarf, Roðahvarf, Skólahvarf, Skírnishvarf, Skyggnishvarf, Skýjahvarf, Sólarhvarf og Stöðvarhvarf.

Í greinargerð kemur fram að aðkoma að hverfinu sé eftir núverandi Kambavegi og þar sem um sé að ræða áframhald af veginum í gegnum hverfið sé gert ráð fyrir að nafn hans haldist óbreytt.

Nýju göturnar í Kópavogi. Kópavogsbær

„Götuheiti á aðliggjandi svæðum enda á -kór og -hvarf. Það er mat umhverfissviðs að best fari á að götuheiti í Vatnsendahvarfi endi á -hvörf þar sem göturnar eru í Vatnsendahvarfi. Vegna stærðar svæðisins og staðsetningar þess milli -hvarfa og -kóra er talið eðlilegast að ending götuheita séu í samræmi við aðliggjandi svæði.

Leitast var við að götuheitin væru í stafrófsröð frá suðri til norðurs (að Turnahvarfi) og að upphafsstafir götuheita væru ekki þegar í notkun fyrir götuheiti sem enda á -hvarf í hverfinu. Eftirfarandi götuheiti eru lögð til: Hallahvarf, Háahvarf, Heiðarhvarf, Hlíðarhvarf, Hæðarhvarf, Roðahvarf, Skólahvarf, Skírnishvarf, Skyggnishvarf, Skýjahvarf, Sólarhvarf og Stöðvarhvarf,“ segir í greinargerðinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×