Innlent

Von á er­lendum fjöl­miðlum og fjölmiðlamiðstöðin opnuð á ný

Helena Rós Sturludóttir skrifar
Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri.
Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri. Vísir/Ívar Fannar

Fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla, vegna eldgossins á Reykjanesi sem hófst í gærkvöldi, verður opnuð í Hafnarfirði á ný í dag að sögn ferðamálastjóra. Eldgosið hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni klukkan 22:17 í gærkvöldi. 

Arnar Már Ólafsson ferðamálastjóri segir engar staðfestar upplýsingar komnar um komu erlendra fjölmiðla til landsins en yfirgnæfandi líkur séu þó á því að einhverjir séu nú þegar lagðir af stað.  Miðstöðin verði opnuð á ný í dag, í síðasta lagi á morgun. 

„Það er von á fjölmiðlum enda er þetta stór viðburður,“ segir Arnar. 

Miðstöðin fyrir erlenda fjölmiðla var fyrst opnuð í Hafnarfirði þann 19. nóvember síðastliðinn vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. 

Þangað sóttu stórir fjölmiðlar á borð við CNN, Fox News, AFP og ZDF þegar jarðhræringarnar voru sem mestar í og við Grindavík. 

Miðstöðin er liður í því að létta á álagi á viðbraðgsaðila auk þess að vera vettvangur almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra til að hitta fjölmiðla, spjalla við þá og gefa þeim réttar upplýsingar. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×