Fótbolti

Orri mætir Manchester City

Sindri Sverrisson skrifar
Manchester City er ríkjandi Evrópumeistari.
Manchester City er ríkjandi Evrópumeistari. Getty/Nicolo Campo

Útsláttarkeppnin í Meistaradeild Evrópu hefst í febrúar og dregið var í 16-liða úrslitin í beinni útsendingu hér á Vísi í dag.

Orri Steinn Óskarsson og félagar í FC Kaupmannahöfn fá það verðuga verkefni að mæta ríkjandi Evrópumeisturum Manchester City, eftir að hafa endað fyrir ofan hitt Manchester-liðið í riðlakeppninni.

Lið frá sama landi gátu ekki dregist saman í 16-liða úrslitunum, né heldur lið sem voru í sama riðli. Liðunum var jafnframt skipt í tvo styrkleikaflokka eftir því hvort þau unnu sinn riðil eða enduðu í 2. sæti.

16-liða úrslit:

Porto - Arsenal

Napoli - Barcelona

PSG - Real Sociedad

Inter - Atlético Madrid

PSV Eindhoven - Dortmund

Lazio - Bayern

FC Kaupmannahöfn - Manchester City

RB Leipzig - Real Madrid

Liðin sem nefnd eru á undan verða á heimavelli í fyrri leik einvígis. Fyrri leikirnir verða 13., 14., 20. og 21. febrúar, en seinni leikirnir 5., 6., 12. og 13. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×