Innlent

Plastbarkamálið, PISA-könnunin og pólitíkin

Árni Sæberg skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Þórdís Sigurðardóttir, forstöðumaður hinnar umdeildu Menntmálastofnunar mætir á Sprengisand og ræðir niðurstöður PISA-könnunarinnar, afleiðingar þeirra og kröfur um umbætur.

Sigurður G. Guðjónsson lögmaður ræðir málefni ítalska læknisins Paolos Macchiarinis en hann fer með mál ekkju eins þeirra sjúklinga sem létust eftir að Macchiarini græddi í hann plastbarka - aðgerð sem síðar hefur verið kölluð eitt mesta hneyksli læknisfræðinnar. Landspítalinn tengdist þessu máli eins og kunnugt er og hefur nú viðurkennt skaðabótaskyldu íslenska ríkisins.

Þau Bryndís Haraldsdóttir, Sigmar Guðmundsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir ætla að ræða helstu pólitísku tíðindi ólguársins 2023 - hvalinn og laxinn og Íslandsbanka og fylgishrun ríkisstjórnarflokkanna svo eitthvað sé nefnt.

Í lok þáttar kemur Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, en hún hefur fyrir hönd samtakanna kraftist þess að sett verði lög á aðgerðir flugumferðarstjóra og það umsvifalaust.

Þáttinn má heyra í beinni í spilaranum hér að neðan:



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×