PSG í 16-liða úr­slit eftir jafn­tefli í Þýska­landi

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kylian Mbappe og félagar eru komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Kylian Mbappe og félagar eru komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Vísir/Getty

PSG er komið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 1-1 jafntefli við Dortmund í Þýskalandi í kvöld. Stigið dugir PSG til að tryggja sér annað sæti riðilsins.

PSG var í öðru sæti riðilsins fyrir leikinn í kvöld og þurfti því aðeins að ná betri eða jafngóðum úrslitum og Newcastle í kvöld sem mætti Milan á heimavelli. Tap PSG og sigur Milan myndi reyndar þýða að Milan næði öðru sætinu og riðillinn því opinn í alla enda.

Þegar Newcastle komst yfir í fyrri hálfleik í leik sínum gegn Milan var liðið komið upp fyrir PSG í töflunni sem þar með þurfti að blása í sóknarlúðra.

Staðan batnaði ekki í upphafi síðari hálfleiks þegar Karim Adeyemi kom Dortmund yfir með marki yfir sendingu frá Niclas Fullkrug. Warren Zaire-Emery jafnaði hins vegar metin fyrir PSG skömmu síðar og á sama tíma jafnaði Milan gegn Newcastle á Englandi.

Þegar Milan náði forystunni á St. James Park var PSG áfram í góðri stöðu en mátti ekki tapa því þá myndu þeir missa Milan upp fyrir sig. Það gerðist hins vegar ekki. 

Leiknum í Dortmund lauk með 1-1 jafntefli sem þýðir að Dortmund landaði efsta sæti riðilsins og PSG öðru sætinu. Bæði lið verða því í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira