Innlent

Á­kærður fyrir nauðgun í hjóna­rúminu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að nauðga konu í hjónarúminu á heimili sínu sumarið 2019. Krafist er fjögurra milljóna króna í miskabætur fyrir hönd konunnar.

Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur en þinghald í málinu er lokað. Karlmaðurinn er sakaður um að hafa aðfaranótt sunnudagsins 14. júlí 2019 á heimili sínu í Reykjavík haft samræði og önnur kynferðismök við konu án hennar samþykkis.

Hann hafi notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum áhrifa áfengis og svefndrunga og beita hana ólögmætri nauðung með því að nýta sér yfirburði sína og traust hennar vegna tengsla þeirra.

Karlmaðurinn er sagður hafa stungið fingri í leggöng konunnar þar sem hún lá sofandi í rúmi hjónaherbergisins og haldið því áfram eftir að konan vaknaði. Hann hafi þá fært sig ofan á hana, látið hana fróa sér og haft samræði við hana gegn hennar vilja.

Af hálfu konunnar er krafist fjögurra milljóna í miskabætur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×