Innlent

Rúta í ljósum logum við Elliða­vatn

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Rútan var mannlaus og varð fljótt alelda.
Rútan var mannlaus og varð fljótt alelda. Aðsent

Eld­ur kviknaði í lít­illi rútu við Elliðavatnsveg. Rút­an var mann­laus þegar kviknaði í henni og varð hún alelda. Slökkviliðið hefur ráðið niðurlögum eldsins en ekki er vitað um eldsupptök.

Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu, staðfesti þetta í sam­tali við fréttastofu en mbl.is greindi fyrst frá.

Að sögn Sigurjóns barst til­kynn­ing um eld­inn um níu­leytið og voru tveir slökkvi­bíl­ar send­ir á vett­vang auk eins tankbíls. Í kringum rútuna er smá trjálundur en þó engin stórhætta á að eldurinn dreifði úr sér. Þrátt fyrir það voru tveir bílar sendir sökum vatnsmagnsins sem þarf til að slökkva í slíkum rútum.

„Þeir eru búnir að slökkva eldinn og eru í glóðavinnu og lokafrágangi,“ sagði Sigurjón þegar blaðamaður hafði samband korter í tíu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×