Innlent

Í beinni: Krist­rún kynnir kjarapakka

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Egill

Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hyggst kynna kjarapakka flokksins á blaðamannafundi í húsakynnum Alþingis kl. 13:15.

Með kjarapakkanum leggur Samfylkingin fram afmarkaðar breytingartillögur við fjárlög. Markmiðið er að milda höggið fyrir heimilin og vinna bug á verðbólgunni, að því er segir í tilkynningu.

„Á tímum hárra vaxta og verðbólgu er ótrúlegt að ríkisstjórnin ætli að minnka stuðning við skuldsett heimili og leigjendur,“ segir Kristrún í tilkynningu sinni til fjölmiðla.

„Samfylkingin vill fara aðra leið. Þess vegna kynnum við í dag kjarapakka sem gengur út á að vinna bug á verðbólgunni — með aðhaldi þar sem þenslan er í raun og veru — og um leið að milda höggið fyrir heimilin.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×