Enski boltinn

Hrár kjúk­lingur á borðum eftir leik Manchester United

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Old Trafford, leikvöllur Manchester United, hvar kjúklingur er einnig (ekki nægilega) eldaður
Old Trafford, leikvöllur Manchester United, hvar kjúklingur er einnig (ekki nægilega) eldaður Manchester United

Manchester United liggur undir lögreglurannsókn eftir að fjöldi fólks veiktist eftir viðburð á vegum félagsins þar sem meint er að hrár kjúklingur hafi verið borinn á borð. 

The Athletic greindi fyrst frá málinu og reyndi að hafa samband við félagið en Manchester United neitaði að tjá sig um málið þegar óskað var eftir viðbrögðum. Þeir sögðu rannsókn farna af stað innanhúss hjá þeim eftir að fréttirnar bárust. 

FSA (Food Standards Agency), matvælaeftirlit Bretlands, gefur félaginu hæstu hreinlætiseinkunn á heimasíðu sinni. Félagið átti þó að gangast undir skoðun þann 23. október síðastliðinn fyrir árið 2023, en ekkert varð af því og ljóst er að einkunnagjöfin er orðin úreld. 

Öll félög ensku úrvalsdeildarinnar bera veitingar á borð fyrir og eftir leiki sína, svokallaðir 'hospitality' miðar hafa notið mikilla vinsælda en þar er matur og drykkur innifalinn á leikvangi. 

United hefur miklar tekjur af slíkri miðasölu en fari það svo að matvælaeftirlitið endurskoði einkunnagjöf sína eitthvað má reikna með því að miðarnir lækki töluvert í verði. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×