Innlent

Sala mentólsígaretta verði leyfð í fjögur ár í við­bót

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Mentólsígarettur fái að halda áfram í einkasölu í að minnsta kosti fjögur ár í viðbót.
Mentólsígarettur fái að halda áfram í einkasölu í að minnsta kosti fjögur ár í viðbót. AP/Jacques Brinon

Velferðarnefnd Alþingis leggur til að bann á sölu sígaretta með mentólbragði taki ekki gildi fyrr en að fjögurra ára aðlögunartímabili loknu. Mentólsígarettur fái þá að halda áfram í einkasölu í að minnsta kosti fjögur ár í viðbót.

Nefndin leggur einnig til að sérstaklega sé tekið fram í frumvarpinu að unnið skuli gegn tóbaksneyslu barna og ekki bara ungs fólks.

Í áliti nefndarinnar má ekki gera ráð fyrir að einstaklingar sem reykja þessa tilteknu vörutegund hafi verið ljóst að til stæði að banna sölu slíkra sígaretta og því nauðsynlegt að þeim gefist tími til að skipta yfir í aðrar vörur. Kveðið er á um að tóbaksvörur með 3% eða meiri markaðshlutdeild fái þetta fjögurra ára aðlögunartímabil.

Nefndin tekur einnig fram að hún líti svo á að fjarsala innanlands verði bundin sömu skilyrðum og önnur tóbakssala hvað varðar söluleyfi, sýnileikabann og aldurstakmörk. Reynist þörf fyrir skýrari reglur um fjarsölu segir í nefndaráliti að bæta mætti úr því við mögulega heildarendurskoðun laga um tóbaksvarnir.

Álitið má finna í heild sinni á síðu Alþingis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×