Fótbolti

Fyrr­verandi leik­maður Leipzig lést að­eins 25 ára

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Agyemang Diawusie, 1998-2023.
Agyemang Diawusie, 1998-2023. getty/Inaki Esnaola

Fyrrverandi leikmaður RB Leipzig og fyrrverandi unglingalandsliðsmaður Þýskalands, Agyemang Diawusie, lést aðeins 25 ára.

Félag Diawuies, Jahn Regensburg, greindi frá andláti hans. Talið er að hann hafi látist af náttúrulegum orsökum.

„Á þessum þriðjudegi fékk Jahn þær hræðilegu fregnir að leikmaður liðsins, Agyemang Diawusie, hafi látist, 25 ára að aldri. Félagið er í áfalli vegna þessa hræðilega atburðar,“ sagði í yfirlýsingu Jahn sem leikur í þýsku C-deildinni.

„Jahn fjölskyldan syrgir með þeim eiga um sárt að binda og hugur þeirra er hjá fjölskyldu Agyemangs, ættingjum, nánum vinum og félögum.“

Leipzig vottaði Diawuise líka virðingu sína á samfélagsmiðlum. Hann var á mála hjá félaginu á árunum 2015-18.

Diawuise lék einnig með Wehen Wiesbaden, Ingolstadt, Dynamo Dresden, SpVgg Bayreuth og Jahn Regensburg í Þýskalandi og Ried í Austurríki. Hann lék einn leik fyrir þýska U-19 ára landsliðið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×