Körfubolti

Rockets lögðu meistara Nug­gets aftur

Siggeir Ævarsson skrifar
Alperen Sengun og Nikola Jokic tókust hart á í nótt
Alperen Sengun og Nikola Jokic tókust hart á í nótt vísir/Getty

Tíu leikur fóru fram í NBA deildinni í nótt. Houston Rockets tóku á móti meisturum Denver Nuggets í annað sinn í vetur og fóru með nokkuð öruggan sigur af hólmi, 105-86.

Nikola Jokic var líkt og oftast frábær í liði Nuggets og var tveimur stoðsendingum frá klassískri Jokic þrennu. 38 stig, 19 fráköst en „aðeins“ átta stoðsendingar. Hjá Rockets var Alperen Sengun, sem stundum er kallaður „Baby Jokic“ af gárungunum með 21 stig, 15 fráköst og átta stoðsendingar.

Úrslitin þýða að meistarar Nuggets eru komnir í þrönga stöðu í hinum nýja deildarbikar, með tvo sigra og tvö töp, en Rockets og Pelicans eru í góðri stöðu í B-riðlinum, bæði aðeins með eitt tap.

Önnur úrslit næturinnar

Celtics - Magic 96-113

Suns - Grizzlies 110-89

Heat - Knicks 98-100

Bulls - Raptors 108-121

Pistons - Pacers 113-136

Wizards - Bucks 128-131

Kings - Timberwolves 124-111

Spurs - Warriors 112-118

Pelicans - Clippers 116-106




Fleiri fréttir

Sjá meira


×