Erlent

Systir Donald Trump er látin

Bjarki Sigurðsson skrifar
Systkinin árið 2008.
Systkinin árið 2008. Getty/Andrew Milligan

Maryanne Trump Barry, elsta systir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er látin, 86 ára að aldri. Hún hafði verið á líknardeild síðustu vikur lífs síns vegna krabbameins. 

Barry starfaði sem saksóknari og dómari á ferli sínum. Hún hætti störfum árið 2019 eftir að rannsókn hófst á því hvort hún hafi framið skattsvik. Voru meint skattsvik ekki rannsökuð til þaula þar sem hún sagði af sér.

Forsetinn fyrrverandi og Barry voru mjög náin og greinir CNN frá því að hún hafi verið ein af þeim fáu sem Trump leitaði aðstoðar hjá. Árið 2020 urðu hins vegar þáttaskil milli systkinanna þegar Barry sagði ekki  hægt að treysta bróður hennar. 

Barry skilur eftir sig einn son, David William Desmond, sem hún eignaðist með fyrri eiginmanni sínum, David Desmond. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×