Sport

Náðu ekki verð­launa­sæti í Norður­landa­mótinu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Lið Stjörnunnar hafnaði í 6. sæti
Lið Stjörnunnar hafnaði í 6. sæti Fimleikasamband Íslands

Þrjú íslensk lið kepptu á Norðurlandamótinu í hópfimleikum sem fram fór í Laugardalshöll í gær. Íslensku liðin náðu ekki verðlaunasæti á mótinu að þessu sinni.

Karla- og kvennalið Stjörnunnar og kvennalið Gerplu voru fulltrúar Íslands á Norðurlandamótinu í hópfimleikum í Laugardalshöll í gær. Íslensk lið hafa náð góðum árangri í hópfimleikum í gegnum tíðina og meðal annars varð Gerpla Evrópumeistari árið 2010 og þá varð kvennalið Íslands Evrópumeistari fyrir tveimur árum.

Á mótinu í Laugardalshöll í gær náðu íslensku liðin ekki verðlaunasæti. Gerpla lenti í 5. sæti í kvennaflokki og Stjarnan í 6.  sæti. Lið Árósa fór með sigur af hólmi með 54.350 í heildareinkunn. Einkunn Gerplu var 51.150 og Stjörnunnar 50.800.

Gerpla lenti í 5. sæti í kvennaflokkiFimleikasamband Íslands

Í karlaflokki lenti lið Stjörnunnar í 5. sæti með 54.450 stig í heildareinkunn en þar var það lið Gladsaxe IF frá Danmörku sem fór með sigur af hólmi.

Mikið fjölmenni fylgdist með keppninni í Laugardalshöll sem einnig var sýnd á RÚV.

Karlalið Stjörnunnar náði 5. sætiFimleikasamband Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×